ESB hafnar hvalveiðum Grænlendinga

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. mbl.is/RAX

Alþjóðahvalveiðiráðið hafnaði í dag tillögu um að heimila Grænlendingum að veiða 10 hnúfubaka árlega á grundvelli frumbyggjaveiða. Evrópusambandsríkin lögðust gegn tillögunni.

Danmörk óskaði eftir því að hvalveiðiráðið heimilaði Grænlendingum að veiða hvali á grundvelli frumbyggjaveiða. Öll Evrópusambandsríkin utan Danmörku lögðust gegn tillögunni. Talsmaður ESB segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi um takmarkaðar veiðar. Eftir að sú tilraun mistókst og ákveðið var að bera tillöguna undir ráðið hefðu ESB-ríkin ákveðið að greiða atkvæði gegn tillögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert