Glæpir ekki færri frá árinu 1972

Lögreglubílar í Kanada.
Lögreglubílar í Kanada. AFP

Glæpatíðni í Kanada dróst saman um 6% á síðasta ári miðað við fyrra ár og hefur ekki verið lægri í fjóra áratugi eða frá árinu 1972.

Um 2 milljónir hegningarlagabrota voru tilkynnt á síðasta ári, um 110 þúsundum færri en árið 2010. Flest voru brotin árið 1991 en hefur fækkað síðan ár frá ári.

Færri morðtilraunir voru gerðar, færri kynferðisbrot framin, færri rán og þjófnaðir tilkynnt. Hins vegar voru framin fleiri morð árið 2011 en árið 2010. Í fyrra voru morðin 598, 44 fleiri en árið á undan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert