Deilt um umskurð drengja í Þýskalandi

Mótmælandi heldur á skilti sem á stendur: „Forhúð? Nei takk!“
Mótmælandi heldur á skilti sem á stendur: „Forhúð? Nei takk!“ AFP

Gyðingar og múslímar í Þýskalandi sameinuðust í mótmælum í Berlín í dag gegn úrskurði héraðsdómstóls um að umskurður á drengjum væri skaðlegur líkamanum.

Dómstóll í Köln komst að þeirri niðurstöðu í júní að umskurður sem framinn var á ungum múslímadreng, í samræmi við trú foreldra hans, hefði valdið barninu skaða. Þýska læknaráðið gaf í kjölfarið út þau boð til lækna um allt land að framkvæma ekki slíkar aðgerðir. 

Efnt var til mótmælanna í dag eftir að fréttir bárust af því að rabbíni í Bæjaralandi sætti rannsókn vegna umskurðar á drengjum. Bæði gyðingar og múslímar telja að málið verði notað til að ráðast gegn trú þeirra. Um þúsund manns komu saman í Berlín í dag til að hlýða á ræður rabbína og annarra trúarleiðtoga um málið. 

Þýsk stjórnvöld hafa brugðist við og segjast ætla að beita sér fyrir því að rétturinn til umskurðar af trúarlegum ástæðum verði tryggður með lögum. 

Gyðingar og múslimar sameinuðust í mótmælum á Bebelplatz í Berlín …
Gyðingar og múslimar sameinuðust í mótmælum á Bebelplatz í Berlín í dag AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka