Fimmtán sárir eftir óeirðir

Að minnsta kosti fimmtán hafa særst í átökum í Pakistan í dag í tengslum við mótmæli vegna bandarískrar kvikmyndar, „Sakleysi múslíma“. Í myndinni er Múhameð spámanni lýst sem flagara og hann gerður að blóðþyrstum leiðtoga manna sem njóta þess að drepa.

Starfsmaður sjónvarpsstöðvar er alvarlega særður og eru þrír lögreglumenn einnig sárir eftir óeirðir í morgun. Einhverjir hinna særðu höfðu orðið fyrir byssukúlum, samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsi í borginni Peshawar.

Mikill viðbúnaður er víða í múslímaríkjum vegna kvikmyndarinnar og skopmynda sem franskt tímarit birti af Múhameð spámanni.

Frakkar hafa lokað sendiráðum sínum í tuttugu ríkjum í dag og á einhverjum stöðum eru skólar lokaðir af ótta við að upp úr sjóði eftir föstudagsbænir í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert