Tíundi hver hvorki í vinnu né skóla

Morgunblaðið/Ernir

Tíundi hver Norðmaður á aldrinum 15-29 ára er hvorki í námi né á vinnumarkaði. Næstum því ein milljón landsmanna er á þessu aldursbili og 267.000 Norðmenn á þessum aldri eru ekki með menntun umfram grunnskólapróf.

Torberg Falch, prófessor við Norges Teknisk-Naturvitenskapelige universitet, hefur reiknað úr hversu mikið hver og einn einstaklingur, sem hættir að taka þátt í atvinnulífinu um tvítugt,, kostar samfélagið.

Niðurstaðan var 7,1 milljónir norskra króna og þá er ótalinn ýmiss kostnaður sem erfitt er að henda reiður á eins og t.d. meiri líkur á að fremja glæpi og  að ánetjast áfengi eða fíkniefnum, auk minni lífsgæða.

Frétt dn.no

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert