Vilja yfirheyra bróðurinn

Rannsókn við heimili al-Hilli hjónanna í Surrey.
Rannsókn við heimili al-Hilli hjónanna í Surrey. AFP

Franska lögreglan vill yfirheyra bróður mannsins sem skotinn var til bana ásamt eiginkonu sinni og tengdamóður í frönsku Ölpunum í haust. Vísbendingar eru um að bróðirinn hafi reynt að nota útrunnið kreditkort til að taka út peninga af reikningi fjölskyldunnar stuttu fyrir morðin.

Saad Al-Hilli lést í skotárás ásamt eiginkonu sinni, tengdamóður og hjólreiðamanni. Árásin átti sér stað við bílastæði nálægt Annecy-vatni í síðasta mánuði.

Franska lögreglan er viss um að bræðurnir deildu vegna arfs. Faðir þeirra hafði látið eftir sig umtalsverða upphæð á reikningi í Genf er hann lést í ágúst árið 2010.

Samkvæmt leynilegum upplýsum frá Þýskalandi er talið hugsanlegt að peningarnir hafi eitt sinn tilheyrt Saddam Hussein.

Eric Maillaud, franski saksóknarinn, segir að reikningurinn hafi verið opnaður árið 1984 og lítið sem ekkert verið snertur síðan, að því er segir í breska blaðinu Telegraph.

Hins vegar hafi verið gerð tilraun til að taka peninga út af reikningnum fyrir nokkrum mánuðum með útrunnu kreditkorti. Samkvæmt franska saksóknaranum er talið að það hafi verið bróðirinn Zaid Al-Hilli sem reyndi taka út peningana.

Þegar hefur komið fram að Saad hafi skipt um lása á íbúð sinni áður en hann fór í ferðalag með fjölskyldunni til Frakklands. Það gerði hann til að Zaid kæmist ekki inn.

Bræðurnir eru frá Írak en hafa búið í Bretlandi undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert