Spáðu ekki heimsendi 21. desember

Þorpið Bugarach er sá staður heimsins sem líklegastur var til …
Þorpið Bugarach er sá staður heimsins sem líklegastur var til þess að standa upp úr syndaflóðinu. AFP

Þeir sem hneigjast til að taka mark á dómsdagsspám geta andað léttar því sérfræðingar segja að enginn fótur sé fyrir þeirri goðsögn að maya-indíánar hafi spáð heimsendi 21. desember næstkomandi.

Goðsögnin á rætur að rekja til tímatals sem maya-indíánar ristu á stein í Mexíkó og hefur verið notuð í skáldsögum og kvikmyndum. Sérfræðingarnir segja að á steininum sé í reynd rakin saga maya-höfðingja, sem var uppi á þessum tíma, og síðasta dagsetningin boði ekki endalok heimsins, heldur einfaldlega lok tímahringrásar og upphaf nýrrar. „Þetta eru ekki lok tímatals maya-indíána sem er endalaust. Þetta er upphaf nýrrar hringrásar, það er allt og sumt,“ hefur fréttaveitan AFP eftir mexíkóska sagnfræðingnum Erick Velasquez.

Dagsetning dómsdagsspámannanna er reyndar ekki rétt heldur, því síðasta dagsetningin á steininum er 23. desember 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert