Nota samfélagsmiðla á klósettinu

AFP

Um þriðjungur ungs fólks í Bandaríkjunum á aldrinum 18-24 ára, eða 32%, segist notast við samfélagsmiðla á meðan hann er á klósettinu samkvæmt niðurstöðum rannsóknar bandarísku fyrirtækjanna Nielsen og NM Incite sem birtar voru í dag.

Fram kemur í frétt AFP að samkvæmt sömu rannsókn noti 51% Bandaríkjamanna á aldrinum 25-34 ára samfélagsmiðla á meðan þeir eru í vinnunni. Meira en nokkur annar aldurshópur.

Ennfremur sögðust 46% þátttakenda í rannsókninni nota farsíma til þess að fara á netið samanborið við 37% á síðasta ári. 16% sögðust hins vegar nota spjaldtölvur en hlutfall þeirra var 3% á liðnu ári. Flestir sögðust hins vegar nota tölvur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert