Sýna lífið í Sovétríkjunum

Sýning með hefðbundnum munum sem fundust á heimilum Sovétmanna á árunum 1950 til 1980 var opnuð á dögunum í nýlistasafninu í Moskvu. Þar má finna allt frá hinni frægu Zenith-myndavél til bíls af tegundinni Moskvich.

Sýningargestir sem fréttamaður AFP-fréttaveitunnar tók tali sögðu munina vekja  minningar tengdar æskunni og ríki sem einu sinni var. Sumir þeirra höfðu ekki áttað sig á því að venjulegir hlutir á heimilum gætu orðið að verðmætum og enduðu því margir hverjir í ruslinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert