30 skotvopn á hverja 100 Norðmenn

30 skotvopn eru á hverja 100 Norðmenn.
30 skotvopn eru á hverja 100 Norðmenn. AFP

Norðmenn eru í 11. sæti yfir þær þjóðir þar sem byssueign meðal almennings er mest. Þetta sýnir alþjóðlegur gagnagrunnur sem geymir tölur frá 179 löndum. Svíar eru í því tíunda og Danir í 54. sæti.

Samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunninum eru 484.000 Norðmenn með byssuleyfi, en það þýðir um 30 skotvopn á hverja 100 íbúa í landinu. Bandaríkin eru í efsta sæti listans, Jemen í öðru sæti og Sviss í því þriðja.

„Ég held að það megi skipta þeim vopnum, sem eru í eigu Norðmanna, gróflega í þrjá hópa,“ segir Espen Farstad hjá samtökum samtaka skot- og stangveiðimanna í Noregi í samtali við Aftenposten. „Í fyrsta lagi eru vopn ætluð til veiða, í öðru lagi vopn sem ætluð eru til varnar og eru leyfileg í Noregi. Í þriðja hópnum eru þeir sem hafa aðrar ástæður fyrir vopnaeign,“ segir Farstad. „Það gæti til dæmis verið fólk sem hefur áhuga á skotfimi eða þeir sem hafa áhuga á gömlum vopnum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert