Lundúnir ná nýjum hæðum

Í dag fengu Lundúnabúar loksins að sjá útsýnið úr Shard-turninum. Turninn er ekki aðeins hæsta bygging Lundúna heldur sú hæsta í Evrópu.

Byggingin er 310 metra hæð og að margra mati er hún hreinlega of há og of framúrstefnuleg í hönnun. Segja gagnrýnendur að hún gjörbreyti arkitektúrnum við Thames-ánna og þar með ásýnd Lundúna eins og hún leggur sig.

William Matthews, arkitektinn sem sá um bygginguna eftir hönnun Ítalans Renzo Piano, blæs á þessar gagnrýnisraddir.

„Margir hötuðu Eiffel-turninn er hann var byggður en nú elska Parísarbúar hann,“ segir Matthews.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert