Dæmdur fyrir manndráp með hnefahöggi

Graham Brett hafði drukkið sjö bjóra áður en hann réðst …
Graham Brett hafði drukkið sjö bjóra áður en hann réðst á ókunnugan manninn fyrir utan bar í London. AFP

Fyrrverandi hnefaleikakappi í Bretlandi var í dag dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að valda dauða ókunnugs manns með því að kýla hann einu sinni í andlitið fyrir utan bar í London.

Hinn fimmtugi Graham Brett játaði að hafa orðið Ástralanum Neil Hannah að bana með því að kýla hann í kjálkann í ágúst 2012. Hannah féll aftur fyrir sig og hlaut heilaskaða sem dró hann til dauða á innan við fimm dögum. 

Brett hafði drukkið sjö stóra bjóra og neytt kókaíns þegar honum lenti saman við Hannah, um klukkan hálfellefu að kvöldi, og bað hann um að koma út fyrir barinn. Þar kýldi hann Hannah skyndilega í andlitið án viðvörunar.

Hann var dæmdur til fjögurra ára refsivistar og bætti dómari þremur árum við „vegna almannahagsmuna“. Dómarinn benti á að Brett væri þjálfaður boxari, en hann keppti 70 sinnum í áhugamannakeppnum og hann hefði nýtt sér þá þjálfun sem forskot í árás sem var algjörlega án tilefnis.

Haft var eftir rannsóknarlögreglumanni fyrir dóminum að þótt Brett hefði ef til vill ekki ætlað sér að drepa manninn hefði hann átta að vita að svona kjaftshögg myndi rota hann. Hann væri ofbeldisfullur hrotti sem ætti skilið að vera lokaður inni lengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert