Mikil reiði meðal mótmælenda

Lögregla í Aþenu beitti táragasi á mótmælendur í borginni en til átaka kom á milli þeirra. Talið er að um 35 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælum í Aþenu í dag og um 15 þúsund í Þessalónikíu. Fólkið mótmælir atvinnuástandinu í Grikklandi og þeim niðurskurði sem nú er beitt af hálfu hins opinbera.

Mótmælendur reyndu að kveikja í bifreið í Aþenu og kastaði grjóti í lögreglu sem svaraði með því að sprauta táragasi á mótmælendur. Á eyjunni Krít létu mótmælendur reiði sína bitna á bifreið og endaði hún á hvolfi.

Ógreiddir reikningar, lægri laun og lífeyrir er það, sem mætir grískum neytendum sem geta ekki beðið lengur eftir björgun og þurfa að taka völdin í sínar hendur, er meðal þess sem fram kom í máli leiðtoga Syriza-flokksins, eins helsta stjórnarandstöðuflokksins í Grikklandi. 

Vegna mótmælanna og skyndiverkfalla hafa samgöngur raskast mjög í Grikklandi í dag og eins hafa kennarar, læknar og lögfræðingar lagt niður vinnu í dag.

Grískir kommúnistar tóku þátt í mótmælunum í dag.
Grískir kommúnistar tóku þátt í mótmælunum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert