Indverjar mestu kaupendur sænskra hergagna

Sænskt loftvarnatól.
Sænskt loftvarnatól.

Indverjar og Saudi-Arabar eru helstu viðskiptavinir sænskra vopnaframleiðenda á nýliðnu ári, 2012. Engu að síður minnkaði útflutningur sænskra vopna um 30% frá 2011.

Alls seldu sænskir vopnaframleiðendur hergögn fyrir 9,8 milljarða sænskra króna í fyrra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna, að sögn opinberrar stofnunar sem eftirlit hefur með útflutningi vopna frá Svíþjóð.

Indverjar keyptu hergögn af Svíum fyrir 1,44 milljarð sænskra króna og Saudi-Arabar fyrir 922 milljónir. Í næstu sætum voru Frakkar sem keyptu fyrir 899 milljónir, Pakistanar fyrir 615 milljónir og Thailendingar fyrir 600 milljónir.

Um 56% vopanna voru seld til annarra Evrópusambandsríkja, Kanada, Bandaríkjanna og Suður-Afríku.

Sænsk friðarsamtök, SPAS, halda því fram að margt sænskra vopna hafi endað í höndum einræðisherra og harðstjóra og þar með brotið alþjóðlega samninga um bann við vopnasölu og einnig sænskar reglur. Til að mynda hefðu vopn selt Indverjum ratað til Búrma í valdatíð herstjórnarinnar þar.

Svíar eru miklir vopnaframleiðendur.
Svíar eru miklir vopnaframleiðendur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert