Bönkum í Kýpur lokað fram á fimmtudag

Kýpverjar gerðu áhlaup á hraðbanka sína á sunnudaginn eftir að …
Kýpverjar gerðu áhlaup á hraðbanka sína á sunnudaginn eftir að skilmálar umdeilds neyðarláns komust í hámæli. BARBARA LABORDE

Seðlabanki Kýpur tilkynnti fyrir stundu að ákveðið hefði verið að framlengja lokun banka fram til næsta fimmtudags. Almennur frídagur er á Kýpur í dag og bankar því lokaðir. Talin var hætta á því að stórfellt bankaáhlaup myndi hefjast á morgun en flestir hraðbankar landsins voru tæmdir á sunnudaginn.

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins munu funda símleiðis síðdegis til þess að meta breytingatillögur sem lagðar hafa verið fram á umdeildri skattheimtu á innistæður í kýpverskum bönkum. Skattheimtan er forsenda neyðarláns sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa gert samkomulag um við ríkisstjórn Kýpur.

Þingfundi um málið hefur verið frestað til morguns en ríkisstjórn Nicosar Anastasiadesar forseta hefur nauman meirihluta þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert