Fyrstir til að klóna stofnfrumu úr manni

Kindin Dolly var klónuð fyrir 17 árum.
Kindin Dolly var klónuð fyrir 17 árum. JEFF J MITCHELL

Vísindamenn í læknavísindaháskólanum í Oregon tilkynntu í dag að tekist hefði að klóna stofnfrumu úr húðfrumu manns. Stofnfrumur geta tekið á sig form allra fruma líkamans.

Fjöldi dýrategunda hefur verið klónaður síðan kindin Dolly var klónuð fyrir 17 árum. Hingað til hefur þó ekki gengið að klóna frumur mannslíkamans. Vísindamaðurinn Shoukhrat Mitalipov og samstarfsmenn hans við háskólann í Oregon birtu grein í læknatímaritinu Cell þar sem þeir kynntu niðurstöður sínar.

Tilgangur Mitilopov og félaga var ekki að klóna mann heldur búa til stofnfrumur, en í greininni á vefsíðu Time er því velt upp hvort að hér með sé kominn tækni til þess að gera það. Allt klónunarferlið tók nokkra mánuði.

Mitalipov notaðist við húðfrumu við klónunina. Með sérstakri aðferð náði Mialipov að búa til stofnfrumur sem geta tekið á sig form allra fruma líkamans og geta gegnt mikilvægu hlutverki í viðgerðum á skemmdum vefjum.  

Nánar um málið á vefsíðu Time

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert