Mottóið og fáninn verði sýnileg

Wikipedia

Einkunnarorð frönsku byltingarinnar verða að vera sýnileg á framhlið allra skóla í Frakklandi og franski fáninn verður einnig að sjást fyrir utan allar skólastofnanir. Þar með talið einkaskóla sem fá greiðslur frá franska ríkinu. Þá yrði yfirlýsing byltingarinnar frá 1789 um réttindi manna og borgara að sömuleiðis að vera á áberandi stað. Þetta var ákveðið af efri deild franska þingsins í gær.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.fr að menntamálaráðherra Frakklands, Vincent Peillon, hafi lýst þeirri skoðun sinni nýverið að hann vildi innræta öllum frönskum skólabörnum gildi frönsku byltingarinnar. Ákvörðun efri deildar þingins væri í þeim anda. Margir franskir skólar flagga þegar franska fánanum að staðaldri en það hefur til þessa ekki verið skylda.

Frétt Thelocal.fr

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert