Lauk grunnskóla 100 ára

Hundrað ára kona frá Mexíkó hefur nú loks lokið námi …
Hundrað ára kona frá Mexíkó hefur nú loks lokið námi í grunnskóla. Sky News

„Ég gekk oft framhjá skólanum,“ segir Manuela Hernandez, 100 ára kona frá Mexíkó. „Ég gat þó ekki verið nemandi þar sem móðir mín var mjög fátæk.“ Hún hefur nú loks lokið námi í grunnskóla. 

Manuela fæddist í Oxana í Mexíkó í júní árið 1913. Hún hætti í grunnskóla eftir aðeins eitt ár til að hjálpa fátækri fjölskyldu sinni með heimilisverkin. Manuela fékk þegar hlutverk á unga aldri við að standa ofan á kassa og slá flugum í burt frá matnum. Því var ekki talið mikilvægt að senda hana í skóla.

Hún hóf nám í október á síðasta ári eftir að barnabarn hennar hvatti hana til þess og útskrifaðist hún við hátíðlega athöfn í skólanum nýverið. Hún heldur ótrauð áfram og stefnir á frekari menntun. 

Sky News greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert