Héldu heim með prinsinn

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja hafa nú yfirgefið sjúkrahús heilagrar Maríu í London og halda nú heim með nýfæddan son sinn til Kensingtonhallar eftir að hafa svarað spurningum blaðamanna. Drengurinn var vafinn inn í hvítt teppi. 

„Drengurinn hefur meira hár en ég,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagðist nú þegar hafa skipt um fyrstu bleyju barnsins. 

„Hann er með góð lungu, það er alveg víst,“ sagði hinn nýbakaði faðir. Vilhjálmur sagði drenginn vera stóran. „Drengurinn er nokkuð þungur,“ bætti hann við. „Hann líkist sem betur fer móður sinni.“

Vilhjálmur gaf í skyn að nafn drengsins hefði ekki verið ákveðið enn.

Vilhjálmur setti barnastólinn sjálfur í Range Rover bifreið sem beið þeirra og ók henni á brott en Katrín settist í aftursætið hjá barninu. Pippa, systir Katrínar, bíður hjónanna og barnsins í Kensingtonhöll. 

Hinn nýfæddi prins.
Hinn nýfæddi prins. Af Twittervef Sky-News
Vilhjálmur og Katrín með prinsinn.
Vilhjálmur og Katrín með prinsinn. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert