Prinsinn hefur fengið nafn

Vilhjálmur og Katrín hafa nefnt nýfæddan son sinn Georg Alexander Loðvík og ber titilinn „hans konunglega hátign prinsinn af Cambridge“. Prinsinn kom í heiminn á mánudag og héldu foreldrarnir heim af sjúkrahúsinu í gærkvöldi.

Prinsinn heitir í höfuðið á föður Elísabetar drottningar og verður hann Georg sjöundi, konungur af Englandi, taki hann við krúnunni í framtíðinni. Drengurinn fékk einnig eitt nafna Vilhjálms, en Loðvík er eitt nafna hans.

Fyrir fæðingu drengsins höfðu margir skoðun á nafni barnsins og var nafnið Georg ofarlega á lista margra veðbanka. Drengurinn fær einnig eitt nafna Vilhjálms, en Loðvík er eitt nafna hans.

Katrín og Vilhjálmur voru nokkuð fljót að tilkynna um nafn barnsins miðað við sögu konungsfjölskyldunnar. Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms og Díana prinsessa tilkynntu nafn Vilhjálms viku eftir fæðingu hans árið 1982. Þá þurfti heimurinn að bíða í mánuð eftir að Karl kom í heiminn árið 1948.

Hinn nýfæddi prins, George Alexander Louis.
Hinn nýfæddi prins, George Alexander Louis. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert