Rifrildi um bílastæði kostaði barn lífið

Frá Peking
Frá Peking AFP

Tveggja ára kínversk stúlka er látin eftir að hafa verið hent í jörðina af manni sem reifst við móður stúlkunnar út af bílastæði.

Samkvæmt frétt dagblaðsins China Daily lést stúlkan á sjúkrahúsi í Peking á fimmtudagskvöldið en hún var flutt þangað á þriðjudag vegna innvortis sem hún hlaut þegar maðurinn henti henni í jörðina.

Fjallað er um málið í fleiri kínverskum miðlum og vitni segir í samtali við Beijing Times að maðurinn hafi ætlað að leggja bíl sínum við biðstöð strætisvagns í Peking. Móðir stúlkunnar, sem var á göngu með dóttur sína í vagni, neitaði hins vegar að færa sig þar sem hún var að gæta að stúlkunni í vagninum þegar maðurinn vildi leggja í stæðið þar sem hún stóð við vagninn.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, fór út úr bílnum og sló konuna. Því næst tók hann litlu stúlkuna upp úr vagninum, lyfti henni og kastaði henni af alefli í götuna. Að sögn vitnisins gekk farþegi bifreiðarinnar einnig í skrokk á móður barnsins en þeir óku síðan á brott.

Lögregla hafði upp á ökumanninum sem var látinn laus úr fangelsi fyrr á árinu eftir að hafa afplánað dóm fyrir þjófnað og handtók hann. Hann er nú í gæsluvarðhaldi og verður væntanlega ákærður fyrir morð. Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðarefsingu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert