Lestarstjóri færður fyrir dómara

Francisco Jose Garzon Amo, lestarstjóri lestarinnar, hlaut meiðsli á höfði …
Francisco Jose Garzon Amo, lestarstjóri lestarinnar, hlaut meiðsli á höfði við áreksturinn. AFP

Ökumaður lestarinnar sem fór út af teinunum nærri spænsku borginni Santiago de Compostela á miðvikudag kemur fyrir dómara í dag. Francisco Jose Garzon Amo hefur verið í haldi lögreglu undanfarna daga vegna gruns um manndráp af gáleysi og mun dómari nú ákveða hvort formlega verði lögð fram ákæra í málinu. Garzon er grunaður um að hafa ekið lestinni allt að helmingi hraðar en leyfilegur hámarkshraði var á þessu svæði.

Garzon hlaut meiðsli á höfði í slysinu en var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Hann var þegar færður á lögreglustöð í bænum. Hann hefur hingað til neitað að gefa út yfirlýsingu vegna málsins eða svara spurningum lögreglu.

BBC greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert