Banna stelpum að klæðast pilsum

Pils eru algengur hluti af skólabúningum í Bretlandi.
Pils eru algengur hluti af skólabúningum í Bretlandi. Af vefnum fulhamprep.co.uk

Breskur skóli hefur bannað stúlkum að ganga í pilsum. Pils tilheyra ekki lengur skólabúningi skólans.

Stjórnendur Walkwood-skólans í Redditch banna stúlkum einnig að klæðast blússum og ætlar að skoða hvort einnig verði bannað að ganga í kjólum í skólanum á sumrin.

Yfirkennari skólans segir í bréfi til foreldra að breyttar reglur um klæðnað taki gildi í haust. 

„Ætlast er til þess að allar stúlkur gangi í buxum,“ segir í bréfinu en frétt um málið er á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert