Efast um heilindi Sýrlandsstjórnar

Fórnarlömb meintra efnavopnaárása
Fórnarlömb meintra efnavopnaárása AFP

Bandaríkjastjórn efast um að stjórnvöld í Sýrlandi muni veita eftirlitsmönnum óheftan aðgang að þeim svæðum þar sem talið er að efnavopnum hafi verið beitt, og segja lítinn vafa á að Sýrlandsher hafi beitt efnavopnum.

Bandarísk stjórnvöld segja að ef Sýrlandsstjórn hefði ekkert að fela hefði vopnaeftirlitsmönnum samstundis verið hleypt inn í landið. Að heimila eftirlit núna sé einfaldlega of seint til að hægt sé að taka það trúanlegt.

Á sama tíma vara Rússar Vesturveldin við því að gera „sorgleg mistök“ í Sýrlandi, og hvetja uppreisnarmenn til að leyfa eftirlitsmönnum að skoða svæðið í friði. Stjórnvöld í Moskvu vöruðu við því að Vesturlönd reyndu að troða sínum fyrirframgefnu niðurstöðum upp á eftirlitsmenn SÞ, í þeim tilgangi að geta gripið til vopna gegn stjórnvöldum í Damaskus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert