Sýrland

Biðlar til Rússa, Írana og Tyrkja

25.3. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi hefur sent frá sér ákall til Rússa, Írana og Tyrkja þar sem óskað er eftir aðstoð við að viðhalda vopnahléi í landinu. Þá hafa SÞ varað við því að ofbeldið í landinu síðustu daga ógni friðarviðræðunum í Genf. Meira »

33 farast í árás á flóttamannamiðstöð

22.3. 33 manns hið minnsta fórust í árás hersveita Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í gær á skóla sem notaður er sem miðstöð fyrir flóttamenn í Sýrlandi í gær. Meira »

Stjórnarherinn gerir loftárásir á Damaskus

20.3. Stjórnarherinn hefur gert ítrekaðar loftárásir á austurhluta höfuðborgar Sýrlands, Damaskus, í nótt og morgun en uppreisnarmenn og vígasveitir náðu undir sig svæðum í úthverfum borgarinnar í gærmorgun. Meira »

Hóta að eyðileggja varnir Sýrlands

19.3. Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, hefur hótað því að eyðileggja loftvarnarkerfi Sýrlands eftir að skotið var á ísraelskar herþotur þegar þær gerðu loftárásir á nokkur skotmörk í landinu. Meira »

46 létust í árás Bandaríkjahers

17.3. Bandaríkjaher hefur staðfest að hann hafi gert loftárásir í Sýrlandi í gær en neitar að þeim hafi verið beint að mosku. 46 létust í árásinni. Meira »

„Augnablik rósemi í helvíti á jörðu“

16.3. Einstök ljósmynd hefur beint sjónum umheimsins að afleiðingum stríðs. Hún er af sjötugum karlmanni, sitjandi á sokkaleistunum, að reykja pípu við hlið gamals plötuspilara. Það sem er þó átakanlegt er umhverfið. Hann situr í rústum svefnherbergis húss síns í Aleppo. Meira »

Ömurlegt afmæli

15.3. Stríðið í Sýrlandi hefur geisað í sex ár í dag. Ömurlegur afmælisdagur, segir Anna Shea, lögfræðingur hjá Amnesty International. Hún segir að samningur Evrópusambandsins við Tyrkland sé brot á lögum og ef afstaða ESB breytist ekki mun flóttamannasáttmáli SÞ líða undir lok. Meira »

Helmingur læknanna flúið Sýrland

14.3. Fleiri en 800 heilbrigðisstarfsmenn hafa látist vegna stríðsglæpa í Sýrlandi síðan árið 2011, í sprengjuárásum á sjúkrahús, skotárásum, pyntingum og aftökum sem einkum hafa verið framdar af herliði ríkisstjórnarinnar. Meira »

320 þúsund fallið á sex árum

13.3. Rúmlega 320.000 manns hafa dáið í stríðinu í Sýrlandi frá því að það braust út fyrir sex árum. Það jafngildir tæplega allri íslensku þjóðinni. Meira »

2016 versta ár stríðsins

13.3. Nýliðið ár er það versta fyrir sýrlensk börn frá því stríð braust út í landinu árið 2011. Aldrei hafa jafnmörg börn dáið þar og í fyrra, segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef. Meira »

Þau vilja bara deyja

10.3. Börnin eru farin að óska þess að fá að deyja því þá fari þau upp til himna og þar er nóg að borða og þar geta þau leikið sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Save the Children um andlega líðan barna sem enn eru í Sýrlandi. Þau sár eru ósýnileg en valda ólýsanlegum skaða. Meira »

Þúsundir lögðu á flótta

4.3. Tugir þúsunda óbreyttra borgara í Sýrlandi hafa flúið heimili sín í norðurhluta landsins síðustu daga. Áhlaup Sýrlandshers á svæðið, með stuðningi Rússa, er helsta ástæðan. Meira »

Kosið um refsiaðgerðir gegn Sýrlandi

27.2. Greidd verða atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun um ályktun um að sýrlensk stjórnvöld verði beitt refsiaðgerðum vegna notkunar þeirra á efnavopnum. Meira »

Munu hefna fyrir árásir í Homs

25.2. Sýrland mun hefna fyrir mannskæðar árásir á öryggissveitir í borginni Homs þar sem tugir manna fórust, að sögn sendiherra Sýrlands sem á aðild að friðarviðræðum hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Meira »

29 létust í sjálfsvígsárás

24.2. 29 manns, flestir uppreisnarmenn, létust í sjálfsvígsárás skammt frá sýrlenska bænum Al-Bab í morgun.   Meira »

16 fórust í loftárás á fangelsi

25.3. Að minnsta kosti sextán manns fórust þegar loftárás var gerð á fangelsi í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands, sem uppreisnarmenn ráða yfir. Meira »

Lykilhlutverk Rússa eftir loftárásir

20.3. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að Rússar getið leikið mikilvægt hlutverk í þeim deilum sem hafa orðið eftir að skotið var á ísraelskar herþotur er þær gerðu loftárásir á nokkur skotmörk í Sýrlandi. Meira »

Þau þekkja vel ópin í særðu fólki

19.3. Neðri vörin titrar. Hann berst við grátinn. Bræður hans eru báðir á sjúkrahúsinu. Annar stendur við hlið hans en hinn er á skurðarborðinu. Hann verður að lifa! En það gerir hann ekki. Meira »

Afdrifarík átök í háloftunum

17.3. Ísraelskar herþotur gerðu árás á nokkur skotmörk í Sýrlandi í nótt og uppskáru hefndarárásir Sýrlandshers að launum. Um er að ræða alvarlegasta atburð í samskiptum landanna tveggja frá því að stríðið í Sýrlandi braust út fyrir sex árum. Meira »

Skutu niður ísraelska herþotu

17.3. Sýrlenski herinn segist hafa skotið niður ísraelska herþotu og hæft aðra er hann var við loftárásir í nágrenni borginnar Palmyra. Meira »

„Dauðinn eltir okkur“

16.3. Sham er tíu ára sýrlensk stúlka sem býr í Misrata í Líbýu ásamt foreldum sínum og yngri bróður, Balal, sem er fimm ára. Sham á erfitt með mál því orð hennar drukknuðu í hafinu við Líbýu ásamt bróður hennar, Talal. Meira »

Pyntingarklefinn Sýrland

15.3. Sýrland er orðið að einum stórum pyntingarklefa, staður sem hrottafengið ofbeldi og algjört óréttlæti ræður ríkjum, segir mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Zeid Ra’ad al-Hussein. Í dag eru sex ár síðan stríðið í Sýrlandi hófst og er þess meðal annars minnst með samstöðufundi á Austurvelli í dag. Meira »

Stjórnvöld sek um stríðsglæpi

14.3. Sýrlensk stjórnvöld vörpuðu sprengjum vísvitandi á vatnsuppspretturnar Ain al-Fijeh í desember sem þýddi að fimm milljónir íbúa í höfuðborginni, Damaskus, voru án vatns. Þetta er niðurstaða skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem segir árásirnar stríðsglæpi. Meira »

Assad hæddist að Bandaríkjamönnum

13.3. „Hvað ætla þeir að gera? Berjast við Ríki íslams? Bandaríkjamenn hafa tapað nánast hverju einasta stríði sem þeir hafa háð,“ segir Assad Sýrlandsforseti um veru bandarískra hermanna í Sýrlandi. Meira »

40 farast í sprengjuárás í Damaskus

11.3. 40 manns hið minnsta fórust og 120 særðust í tveimur sprengjuárásum á rútustöð í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Sprengjuárásunum var beint gegn pílagrímum úr hópi síja múslima sem voru á leið til bæna við hof í nágrenninu að því er fréttavefur Reuters hefur eftir utanríkisráðuneyti Íraks. Meira »

Flugmaðurinn komst úr vélinni

5.3. Flugmaður hjá sýrlenska hernum fannst eftir níu klukkustunda leit í kjölfar þess að flugvél hans hrapaði á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Hann var fluttur á sjúkrahús í Tyrklandi. Meira »

Frömdu stríðsglæpi í Aleppo

1.3. Allar stríðandi fylkingar í orrustunni um borgina Aleppo í Sýrlandi gerðust sekar um stríðsglæpi. Efnavopnum var beitt og hefndaraðgerðir voru framkvæmdar á báða bóga. Áhlaupið á Aleppo er einn skelfilegasti kaflinn í stríðinu í Sýrlandi. Meira »

Fengu ekki að mæta á Óskarinn

27.2. Heimildarmyndin um störf björgunarsveitarinnar Hvítu hjálmarnir (The White Helmets) hlaut Óskarsverðlaunin í nótt en þeir Sýrlendingar sem komu að gerð myndarinnar fengu ekki að koma til Bandaríkjanna og taka við verðlaununum. Meira »

Tugir látnir eftir árásir

25.2. Að minnsta kosti 32 létust í sjálfsvígssprengjuárásum og árásum vopnaðra manna á öryggissveitir í borginni Homs í Sýrlandi. Sýrlenska ríkissjónvarpið segir að yfirmaður leyniþjónustu hersins á svæðinu sé á meðal þeirra sem létust. Meira »

Ellefu úr sömu fjölskyldu dóu

20.2. Ellefu úr sömu fjölskyldunni dóu þegar sýrlenskir uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Tyrklands, börðust við liðsmenn Ríkis íslams í bænum Al-Bab. Meira »