Sýrland

Fordæma loftárásir Bandaríkjamanna

19.5. Stjórnvöld í Sýrlandi og Rússlandi hafa fordæmt loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna þeirra Sýrlandsmegin við landamæri Jórdaníu. Sagði í yfirlýsingu sýrlenskra stjórnvalda þetta vera „óskammfeilna árás á sveitir sem berðust gegn hryðjuverkum.“ Meira »

Segja stjórnvöld reka líkbrennsluofn til að losa sig við ummerki um fjöldamorð

15.5. Stjórnvöld í Sýrlandi starfrækja líkbrennsluofn í herfangelsinu Saydnaya til að útrýma líkamsleifum þúsunda fanga sem hafa verið myrtir. Þessu halda bandarísk stjórnvöld nú fram en myndir af meintum líkbrennsluofni eru frá 2015. Meira »

Lífstíðarfangelsi fyrir dráp á 20 hermönnum

11.5. Hælisleitandi hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Austurríki en hann var fundinn sekur um að hafa drepið 20 manns í Sýrlandi. Meira »

Semja um brottflutning frá Damaskus

7.5. Samningaviðræður hafa staðið yfir í dag um að koma uppreisnarmönnum og fjölskyldum þeirra frá hverfum í Damaskus. Þetta herma heimildir AFP-fréttastofunnar innan úr herbúðum stjórnarhersins. Meira »

Halda áfram árásum utan sérstöku svæðanna

5.5. Samkomulag um sérstök svæði í Sýrlandi, þar sem draga á úr spennu, tekur gildi á miðnætti í kvöld. Rússneski flugherinn mun þó halda áfram árásum sínum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, alls staðar annars staðar í Sýrlandi að sögn rússneska utanríkisráðuneytisins. Meira »

Segja sig frá friðarviðræðum

3.5. Sýrlenskir uppreisnarmenn hafa sagt sig frá friðarviðræðum sem hófust í Astana, höfuðborg Kasakstan, í morgun. Ástæðan eru ítrekaðar loftárásir á almenna borgara. Meira »

32 létust í sjálfsvígsárás

2.5. Að minnsta kosti 32 létust í árás vígamanna Ríkis íslams á flóttamannabúðir í Sýrlandi í dag. Búðirnar eru við landamæri Íraks en fimm vígamenn sprengdu sig upp inni í búðunum og fyrir utan þær. Meira »

Mikil sprenging við flugvöll

27.4. Gríðarleg sprenging varð í nágrenni alþjóðaflugvallarins í Damaskus í Sýrlandi í dag. Flugvöllurinn er í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni og heyrðu borgarbúar sprenginguna vel. Meira »

Hafa vanist skothríð og sprengingum

19.4. Í vesturhluta Aleppo situr fólk á kaffihúsum og kaupir sér ís en í austurhluta borgarinnar hafa átökin milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna ekki látið eitt einasta hús ósnortið. Neyðin er mikil og börn jafnt sem fullorðnir þurfa sárlega á lífsnauðsynjum og áfallahjálp að halda. Meira »

Heyrði grát og óp alls staðar

16.4. „Ég vissi ekki hvað væri að gerast. Það eina sem ég heyrði var fólk grátandi og æpandi,“ segir Maysa al-Aswad sem beið eftir því að vera flutt á brott frá Kafraya. „Það eina sem ég hugsaði var hvernig við lifðum naumlega af undanfarin ár og síðan dóum við næstum því þegar við sluppum loksins burtu.“ Meira »

68 börn meðal hinna látnu

16.4. Meðal þeirra sem létust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á rútur sem voru að flytja fólk á brott frá tveimur stríðshrjáðum bæjum í Sýrlandi í gær voru 68 börn. Heildarfjöldi þeirra sem eru látnir eftir sprengjuna er kominn upp í 126 manns. Meira »

Tala látinna komin upp í 112

16.4. Fjöldi látinna í sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var á rútur sem voru að flytja fólk á brott frá tveimur stríðshrjáðum bæjum í Sýrlandi í gær er nú kominn upp í 112. Til viðbótar eru hundruð særðir. Meira »

Drápu fólk sem flytja átti á brott

15.4. Að minnsta kosti 16 eru látnir eftir að bílsprengja sprakk á skiptistöð þar sem fólk sem verið er að flytja á brott frá stríðshrjáðum bæjum í Sýrlandi. Meira »

Stríðandi aðilar semji um vopnahlé

10.4. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í dag þar sem staðan í Sýrlandi var til umræðu. Ráðherrann ítrekar að lausn náist ekki í deilunni í Sýrlandi nema stríðandi aðilar semji um vopnahlé. Meira »

Segir hryðjuverkamenn fagna árásinni

8.4. Hassan Rouhani, forseti Íran, segir „hryðjuverkamenn“ fagna ákvörðun Donald Trump um að gera árás á herstöð í Sýrlandi. Hann segist hins vegar einnig styðja sjálfstæða rannsókn á efnavopnaárás í bænum Khan Sheikhun, sem Trump segir verk Sýrlandsstjórnar. Meira »

Neita ásökunum um líkbrennsluofn

16.5. Ríkisstjórn Sýrlands hefur staðfastlega neitað því að hafa notað líkbrennsluofna til að losa sig við ummerki um fjöldamorð. Bandarísk stjórnvöld halda þessu fram en mynd­ir af meint­um lík­brennslu­ofni eru frá 2015. Meira »

23 óbreyttir borgarar létust

15.5. Að minnsta kosti 23 óbreyttir borgarar létu lífið í árás í borginni Albu Kamal í Sýrlandi í dag. Banda­lag Kúrda og ar­ab­ískra her­manna með stuðningi ríkisstjórnar Bandaríkjanna gerði árásina í tilraun sinni til að uppræta vígasamtökin Ríki íslams. Meira »

Trump vopnavæðir Kúrda

9.5. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að vopnavæða Kúrda til að berjast gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Kúrdar munu reyna að ná borginni Raqqa á sitt vald úr klóm Ríki íslam Meira »

Gáfu drengnum nafnið Justin Trudeau

7.5. Sýrlenskir flóttamenn sem fengu hæli í Kanada hafa komið þakklæti sínu á framfæri með því að nefna nýfæddan son sinn Justin Trudeau í höfuðið á forsætisráðherra Kanada. Meira »

Pútín og Trump sammála um örugg svæði

3.5. Stjórnvöld í Rússlandi, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Íran og Sýrlandi eru nærri því að ná samkomulagi um „örugg svæði“ í Sýrlandi sem eiga að auka möguleika á að vopnahlé haldi. Þetta hefur BBC eftir Vladimír Pútín Rússlandsforseta, sem segir að öll flugumferð ætti að vera bönnuð yfir öruggu svæðunum. Meira »

Stefna á fund í júlí

2.5. Donald Trump átti „mjög gott“ samtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag um diplómatíska lausn á átökunum í Sýrlandi, að því er segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu. Ræddu forsetarnir m.a. að koma á „öruggum svæðum“ í landinu. Meira »

Stríðsglæpanefndin tekur brátt til starfa

1.5. Ný nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem er ætlað bera kennsl á einstaklinga sem hafa gerst sekir um voðaverk í Sýrlandi, mun hefja störf innan tíðar. Um er að ræða mikilvægt skref í átt að því að láta stríðsglæpamenn axla ábyrgð á gjörðum sínum. Meira »

Gerðu 77.000 loftárásir í Sýrlandi

26.4. Rússar hafa gert um 77 þúsund loftárásir í Sýrlandi. Þeir hafa nú dregið verulega úr fjölda orrustuþota í landinu.   Meira »

Vilja svipta Ösmu ríkisborgararéttinum

18.4. Frjálslyndir demókratar hafa hvatt innanríkisráðherrann Amber Rudd til að svipta Ösmu al-Assad, eiginkonu Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, breskum ríkiborgararétti sínum vegna stuðnings hennar við stjórn eiginmannsins. Meira »

„Verst að geta ekki hjálpað þeim“

16.4. Á annað hundrað almennir borgarar voru drepnir í einni árás í Sýrlandi í gær. Á hverjum degi deyja þar börn og fullorðnir sem enga sök eiga á stríðinu. Khatt­ab al-Mohammad flúði ásamt fjölskyldu sinni heimalandið fyrir fimm árum og hélt að þau myndu snúa fljótlega heim til Aleppo. Raunin er önnur. Meira »

Páfi fordæmir árás í Sýrlandi

16.4. Frans páfi fordæmdi í páskapredikun sinni sprengjuárás sem gerð var á rút­ur sem voru að flytja fólk á brott frá tveim­ur stríðshrjáðum bæj­um í Sýr­landi í gær. 112 létust í árásinni. Meira »

Tugir látnir eftir sprengjuárásina

15.4. Fleiri tugir manna eru látnir eftir að gerð var sjálfsmorðssprengjuárás með bifreið á rútur sem voru að flytja Sýrlendinga á brott úr tveimur bæjum sem herlið ríkisstjórnarinnar situr um. Um borð í rútunum voru íbúar bæjanna Fuaa og Kafraya sem fengið höfðu að flýja bæina samkvæmt samkomulagi á milli ríkisstjórnarinnar og uppreisnarmanna. Meira »

Ásakanir um notkun efnavopna trúverðugar

13.4. Alþjóðleg stofnun sem vaktar notkun efnavopna segir að upplýsingar um að efnavopnaárás hafi verið gerð í sýrlenska þorpinu Khan Sheikhun séu trúverðugar. Meira »

Bandamenn Assad hóta hefndum

9.4. Bandamenn Sýrlandsstjórnar hótuðu í dag hefndum gegn hverjum þeim sem réðist gegn Sýrlandi, tveimur dögum eftir að Bandaríkjamenn létu til skarar skríða gegn herstöð í landinu. Meira »

Bandaríkjamenn hóta frekari aðgerðum

7.4. Bandaríkjamenn hafa hótað því að grípa til frekari hernaðaraðgerða í Sýrlandi í kjölfar árásar þeirra á herstöð stjórnarhersins í gærkvöldi, sem gripið var til vegna efnavopnaárásar í Khan Sheikhun á þriðjudag. Meira »