Hafa samþykkt að afhenda efnavopn

Utanríkisráðherra Sýrlands, Walid al-Muallem, segir að sýrlenska stjórnin hafi þegar samþykkt boð Rússa um að afhenda öll efnavopn sem til eru í landinu.

Hann segir að eftir fund hans með utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, í gær hafi sýrlensk stjórnvöld fallist á tilboð Rússa.

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, segir að áætlun Rússa um að tryggja það að stjórnvöld í Damaskus láti efnavopnabirgðir sínar af hendi geti skipt sköpum hvað varðar mögulega hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert