Elsti maður heims látinn

Salustiano Sanchez-Blazquez
Salustiano Sanchez-Blazquez Mynd/Guinness World Records

Elsti maður heims lést á elliheimili í New York á föstudaginn, 112 ára að aldri. Maðurinn, Salustiano Sanchez-Blazquez, hefur verið elsti maður heims samkvæmt heimsmetabók Guinness síðan hinn 116 ára gamli Jiroemon Kimura lést hinn 12. júní síðastliðinn.

Huffington post greinir frá þessu.

Sanchez-Blazquez fæddist 8. júní árið 1901 í þorpinu El Tejado de Bajar á Spáni en flutti til Kúbu sautján ára að aldri. Árið 1920 flutti hann til Bandaríkjanna þar sem hann vann í kolanámunum í Kentucky-ríki. Þar á eftir fluttist hann til New York, þar sem hann kvæntist konu sinni, Pearl, árið 1934 og bjó hann þar til dauðadags.

Hann var jafnan kallaður „Shorty“ og taldi að langlífið væri einum banana og sex Anacin-verkjatöflum á hverjum degi að þakka. Dóttir hans var þó ekki á sama máli og taldi hann hafa lifað svo lengi á þrjóskunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert