Costa Concordia á réttum kili

Verkfræðingum hefur tekist að reisa við skemmtiferðaskipið Costa Concordia sem steytti á skeri við ítölsku eyjuna Giglio fyrir 20 mánuðum. Þeir segja að aðgerðirnar á vettvangi eigi sér engin fordæmi. Markmðið hafi verið að ná skipinu lóðréttu og það hafi tekist. 

Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins. Aðgerðin stóð yfir í allan gærdag og í alla nótt. Verkfræðingarnir notuðu strengi og málmkassa, sem voru fullir af vatni, til að koma skipinu á réttan kjöl.

Costa Concordia strandaði í janúar árið 2012 með þeim afleiðingum að 32 létu lífið. 

Enn hafa tvö lík ekki fundist en vonir standa til að þau finnist brátt í tengslum við björgunaraðgerðirnar.

Hér má sjá fyrir og eftir mynd af skemmtiferðaskipinu Costa …
Hér má sjá fyrir og eftir mynd af skemmtiferðaskipinu Costa Concorida sem steytti á skeri í janúar árið 2012. AFP
AFP
AFP
T
T AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert