Skoða vopnalista Sýrlandsstjórnar

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. AFP

Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, fara nú yfir lista sem stjórnvöld í Sýrlandi afhentu þeim í gær vegna efnavopna í landinu. Listinn er langur og mun því taka nokkurn tíma fyrir sérfræðingana að átta sig á umfangi hans. BBC greinir frá þessu.

Talið er að á listanum sé greint frá um 1.000 tonnum af efnavopnum. Stjórnvöldum í Sýrlandi hafði verið gefinn frestur til dagsins í dag til að skila inn upplýsingum um efnavopn sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert