Senda annan apa út í geim

Apinn sem sendur var út í geim í janúar.
Apinn sem sendur var út í geim í janúar.

Írönsk stjórnvöld undirbúa að senda apa í geimferð en það er liður í metnaðarfullri geimferðaráætlun ríkisins sem á að ljúka með því að mönnuðu geimfari verður skotið á loft. Þetta verður í annað skipti á þessu ári sem Íranar senda apa út í geim.

Raunar eru áhöld um það hvort Íranar hafi í raun skotið apa út í geim í janúar síðastliðnum. Sá api var sagður um borð í Pishgam-flaug sem hafi farið í 120 km hæð frá jörðu og hafi henni svo verið lent heilu og höldnu á jörðinni. Efasemdir um geimskotið komu hins vegar fram þegar annar api var kynntur fjölmiðlum eftir skotið en sá sem sagt var að ætti að fara í geimferðina.

Hamid Fazeli, yfirmaður Geimferðastofnunar Írans, hélt því þó fram í dag að apinn væri annar í röðinni sem skotið væri upp í geim. Hann sagði að geimskotið væri á áætlun innan mánaðar en vildi ekki gefa nánari dagsetningu.

Vestræn ríki hafa haft áhyggjur af geimferðaráætlun Írana og telja hana lið i hernaðaráætlun ríkisins. Því neita Íranar staðfastlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert