Beit fjögurra ára stúlku til bana

AFP

Hundur beit fjögurra ára stúlku í Leicestershire í Bretlandi til bana á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina að talið sé að hundurinn hafi verið gæludýr fjölskyldunnar.

Nágrannar segjast hafa séð hund á heimilinu en sá hafi aðeins verið hjá fjölskyldunni í nokkrar vikur og af tegundinni franskur mastiff. Ekki er vitað hvort að það er hundurinn sem beit stúlkuna. Lögreglan hefur ekki staðfest tegund hundsins.

Hundurinn er dauður en lögreglan hefur ekki sagt hvernig það gerðist.

Litla stúlkan var flutt á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert