Obama náðaði Poppkorn

Barack Obama Bandaríkjaforseti bjargaði í gær einum kalkúni frá því að enda sem þakkargjörðarmáltíð. Á hverju ári náðar forseti Bandaríkjanna einn slíkan hænsnfugl. 

„Embætti forsetans, valdamesta staða heims, með öllum þeim ótrúlegu og alvöruþrungnu skyldum sem því fylgir - þetta er ekki ein af þeim,“ sagði Barack Obama í gríni. Kalkúnninn sem var náðaður í gærkvöldi, daginn fyrir þakkargjörðarhátíðina, er sautján ára og heitir Poppkorn.

„Í krafti þess valds sem mér hefur verið falið, hlýtur þú fulla náðun frá trönuberjasósu og fyllingu,“ bætti Obama við. Dætur hans, Sasha og Malia, voru við hlið forsetans við athöfnina.

Poppkorn var valinn til að hljóta náð fram yfir helsta keppinaut sinn, kalkúninn Karamellu. Valið fór fram á Twitter og Facebook-síðu Hvíta hússins.

Það endaði þó með því lífi Karamellu var einnig þyrmt. Forsetinn sagði að Karamella ætlaði sér að vinna keppnina á næsta ári.

Kalkúnarnir tveir verða nú fluttir að heimili George Washington, rétt fyrir utan höfuðborgina. Þaðan verða þeir svo fluttir á elliheimili í Virginiu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert