Byggingar hrynja vegna rigninga

Þriggja daga úrhelli á Kúbu hefur valdið miklum skemmdum á byggingum í Havana, höfuðborg landsins. Þá hafa tveir látið lífið vegna þess, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum.

Fram kemur í frétt AFP að 135 byggingar hafi orðið fyrir miklum skemmdum og hafa þær flestar hrunið að hluta til. Hins vegar hafa 18 byggingar hrunið til grunna vegna úrhellisins. Þá hafa yfir 1.500 manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna hættu á að íbúðarhús þeirra hryndu.

Tveir hafa látist sem fyrr segir, 54 ára karlmaður og 60 ára kona. Þau létu lífið síðastliðinn föstudag þegar gömul bygging á nokkrum hæðum hrundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka