Berlusconi ekki af baki dottinn

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. AFP

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er aftur orðinn miðdepill ítalskra stjórnmála en hann hefur komist að samkomulagi við Matteo Renzi, leiðtoga Lýðræðisflokksins, sem er mið-vinstriflokkur, um umbætur.

Berlusconi er mjög umdeildur. Á síðasta ári var hann sviptur þingsæti sínu og þinghelgi eftir að hafa hlotið dóm fyrir skattsvik. 

Berlusconi er hins vegar enn leiðtogi flokksins Áfram Ítalía (Forza Italia) og í gær átti hann langan fund með Renzi sem lauk með samkomulagi. Samkvæmt því mun Berlusconi styðja tillögur er varða breytingar á kosningakerfinu og stjórnarskránni, en þeim er ætlað að styrkja stoðir ítalska stjórnkerfisins. 

Núverandi kosningakerfi þykir ekki gott þar sem það hefur leitt til þess að margar ótraustar samsteypustjórnir hafi verið myndaðar að loknum kosningum. 

Eftir þingkosningarnar í fyrra var enginn flokkur með nægilegan þingstyrk til að stjórna landinu einn og óstuddur. Þá var mynduð samsteypustjórn undir forsæti Enrico Letta.

Berlusconi, sem er 77 ára gamall, var upphaflega hluti af ríkisstjórninni en hann sagði sig úr henni. Nokkrir af helstu bandamönnum hans sögðu síðan skilið við Berlusconi og mynduðu nýjan mið-hægriflokk. 

Matteo Renzi ræddi við blaðamenn í gær eftir að hafa …
Matteo Renzi ræddi við blaðamenn í gær eftir að hafa fundað með Berlusconi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert