Krefja Obama um afsökunarbeiðni

Noregur norski fáninn
Noregur norski fáninn Norden.org

Norski framfaraflokkurinn krefst þess að forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, biðji flokksmenn persónulega afsökunar eftir að sá sem hann tilnefndi sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Noregi lýsti flokknum sem jaðarflokki sem spúi hatri.

Jan Arild Ellingsen, talsmaður flokksins, segir ummæli George Tsunis í bandaríska þinginu um Framfaraflokkinn og Noreg óásættanleg og hann telji að forseti Bandaríkjanna hljóti að biðja bæði Noreg og Framfaraflokkinn afsökunar.

Tsunis kom upp um hversu illa hann er að sér í málefnum Noregs í vikunni þegar hann sat fyrir svörum í þinginu. Lýsti hann Framfaraflokknum sem þjóðernis- og jaðarflokki en flokkurinn er annar af stjórnarflokkunum og er með sjö ráðherra í ríkisstjórn landsins.

Eins talaði hann um forseta Noregs líkt og fram kemur hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert