Segir af sér þingmennsku

Trey Radel.
Trey Radel. AFP

Bandaríski þingmaðurinn Trey Radel, sem á síðasta ári játaði að hafa haft kókaín í fórum sínum, mun segja af sér þingmennsku í dag.

Radel er þingmaður repúblikana í Flórída-ríki. Hann tilkynnti forseta fulltrúadeildarinnar, John Boehner, um afsögn sína bréfleiðis.

Radel er 37 ára. Hann var handtekinn í október eftir að hafa keypt 3,5 grömm af kókaíni af lögreglumanni fyrir utan veitingastað í Washington.

Hann átti yfir höfði sér allt að 180 daga fangelsisvist en fékk í stað skilorðsbundinn dóm. Í kjölfarið fór hann í meðferð. Hann ætlaði sér að halda áfram þingmennsku en þrýst var á hann, m.a. af ríkisstjóra Flórída, að stíga til hliðar.

Radel var útvarpsmaður áður en hann settist á þing og átti einnig dagblað.

„Stundum þarf maður að ná botninum. Þetta var minn botn,“ sagði hann í nóvember áður en hann fór í meðferðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert