Vill að þýski herinn færi út kvíarnar

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands.
Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. AFP

Varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, vill að þýska hernum verði beitt í auknum mæli í aðgerðum á erlendri grundu. Þetta kemur fram í viðtali við hana sem birtist í þýska blaðinu Der Spiegel í gær. Meðal annars á svæðum í heiminum þar sem stilla þyrfti til friðar og sinna friðargæslu.

„Við getum ekki bara horft á frá hliðarlínunni þegar morð og nauðganir eru viðvarandi ástand,“ segir hún. Stjórnarandstæðingar sökuðu von der Leyen um að skipta um skoðun í málinu og hverfa frá þeirri stefnu sem Gudio Westerwelle, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefði mótað og snerist um að halda þýskum hermönnum frá svæðum þar sem hernaðarátök geisuðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert