Kóngafólk hvetur til verndunar villtra dýra

Feðgarnir og prinsarnir Karl og Vilhjálmur hvetja heimsbyggðina til að stöðva ólögleg viðskipti með villt dýr. Karl segir að slík viðskipti hafi aldrei verið umfangsmeiri og að þau ógni tilveru margra einstakra dýrategunda. Viðskiptin skapi líka óstöðugleika í alþjóðahagkerfinu.

„Það er hugsanlegt að kynslóðir framtíðarinnar fæðist inn í heim án þessara mögnuðu dýra,“ segir Vilhjálmur. Hann segist ætla að beina sjónum sínum í auknum mæli að verndun dýra í ár, „ekki aðeins fyrir son minn heldur fyrir öll börn. Ég vil að þau geti upplifað sömu Afríku og ég gerði sem barn“.

Ráðstefna um ólögleg viðskipti með villt dýr fer fram í London næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert