Mannfall í mótmælum í Karakas

Frá mótmælunum í Karakas í dag.
Frá mótmælunum í Karakas í dag. AFP

Tveir létust og 23 slösuðust eftir að mótmæli brutust út í Karakas, höfuðborg Venesúela í dag. Fólkið var að mótmæla versnandi efnahag landsins og laust mótmælendum saman við stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.

Venesúela er það land heims sem á mest af hráolíu. Engu að síður hefur verðbólga verið yfir 50% á ári að undanförnu, skortur er á lausafé í landinu og þá er einnig vöruskortur. Ríkisstjórnin segir að viðskiptaöflum sé um að kenna, sem séu að reyna að ná stjórn í landinu.

Órói hefur verið í landinu eftir að  Nicolas Maduro tók við forsetaembættinu af Hugo Chavez í fyrra. Helsti mótframbjóðandi Maduros til embættisins, Henrique Capriles, er nú einn helsti foringi stjórnarandstöðunnar en hann fullyrðir að hann hafi í reynd unnið forsetakosningarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka