Hafa eytt tveimur þriðju hluta efnavopnanna

Ahmet Uzumcu, framkvæmdastjóri OPCW.
Ahmet Uzumcu, framkvæmdastjóri OPCW. AFP

Sýrlensk stjórnvöld hafa nú næstum því eytt tveimur þriðju hlutum efnavopna sinna, að sögn alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar OPCW í Haag. Samkomulag Bandaríkjamanna og Rússa gerir ráð fyrir því að eyðingu efnavopna Sýrlendinga verði lokið fyrir lok júnímánaðar í sumar.

Enn er því mikið verk fyrir höndum, að því er segir í frétt AFP um málið, en ráðamenn eru bjartsýnir á að takmarkið náist.

OPCW hefur yfirumsjón með því að fjarlægja efnavopnin og í kjölfarið að eyða þeim.

Ahmet Uzumcu, yfirmaður OPCW, hefur sagt að ferlið gangi hægar fyrir sig vegna tæknilegra vandamála og sem og þeirra erfiðleika sem fylgi því að starfa á átakasvæði.

Hann hefur enn fremur bent á að búið sé að grípa til viðeigandi ráðstafana til að auðvelda flutninginn. Hófust flutningar á efnavopnunum á ný eftir hlé í byrjun aprílmánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert