Japanir hefja hvalveiðar á ný

Japanir á hvalveiðum.
Japanir á hvalveiðum. AFP

Japönsk stjórnvöld ætla að hefja hvalveiðar í Kyrrahafi í næstu viku. Fyrir stuttu var hvalveiðiáætlun þeirra í Suður-Íshafi eftir að Alþjóðadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri nákvæmlega ekkert vísindalegt við vísindaveiðar.

Sjávarútvegsráðherra Japans, Yoshimassa Hayashi, sagði í dag að stefnt sé að því að veiða 210 hvali í kyrrahafi.

„Stefna okkar byggir í grunninn enn á vísindaveiðum. Vísindaveiðarnar þýða að við leitum leiða út úr gildandi bann með því að safna vísindagögnum. Markmið okkar er að halda áfram hvalveiðum í viðskiptaskyni svo fljótt sem auðið er, með því að stunda vísindaveiðar,“ hefur BBC eftir Hayashi.

Sjá einnig: Hvalveiðar Japana bannaðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert