Stór jarðskjálfti í Mexíkóborg

ALFREDO ESTRELLA

Mikil skelfingum greip um sig í Mexíkóborg þegar jarðskjálfti af stærðinni 7,2 reið þar yfir í dag. Litlar skemmdir urðu af völdum skjálftans og ekki er vitað um að neinn hafi farist.

Háhýsi í borginni skulfu í um 30 sekúndur. Upptök skjálftans voru á um 24 km dýpi.

Árið 1985 fórust um 10 þúsund manns í miklum jarðskjálfta í Mexíkóborg. Um 20 milljónir manna búa í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert