Fimm sjálfsmorðsárásir á einum degi

Að minnsta kosti fimm sjálfsmorðsárásir og fjöldi annarra árása var gerður á óbreytta borgara víðsvegar um Írak í gær. Að minnsta kosti 26 manns létust í árásunum. Þingkosningar nálgast í landinu. Þær eru þær fyrstu sem fara þar fram frá því að Bandaríkjamenn yfirgáfu landið.

Á þessu ári hafa yfir 2.750 manns látist í átökunum í Írak. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að með árásunum sé verið að reyna að sundra þjóðinni og ýta undir átök milli shíta- og súnní-múslíma.

Í einni sjálfsmorðsárásinni í gær féllu 13 og 35 særðust. Árásin var gerð á lögreglustöð suður af Bagdad. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert