Fleiri finnast látnir

Nú þegar hafa fundist 104 lík eftir að ferja sökk við strendur Suður-Kóreu. 198 manns er þó enn saknað. Kafarar fundu mörg lík í flaki ferjunnar á hafsbotni í nótt, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

Ferjan sökk á miðvikudag í seinustu viku undan suðvesturströnd Suður-Kóreu. Um borð voru 476 manns, aðallega framhaldsskólanemendur á leið í skólaferðalag.

Forseti Suður-Kóreu sakaði í gær skipstjóra ferjunnar, Lee Joon-Seok Lee um athæfi sem jafngilti morði. Hann var handtekinn á laugardaginn. Fjórir til viðbótar úr áhöfn ferjunnar hafa nú verið handteknir.

Slysið er það versta á sjó í Suður-Kóreu í tvo áratugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert