Lífstíðarfangelsi fyrir morð staðfest

Lee Jun-Seok, skipstjóri ferjunnar Sewol.
Lee Jun-Seok, skipstjóri ferjunnar Sewol. AFP

Hæstiréttur Suður-Kóreu staðfesti í dag lífstíðarfangelsisdóm yfir skipstjóra ferjunnar Sewol en hann var dæmdur fyrir morð. Alls fórust 304 þegar ferjan sökk og var skipstjórinn talinn bera ábyrgð á dauða þeirra til þess að bjarga eigin skinni.

Alls voru 476 um borð í Sewol þegar hún sökk skammt frá Jindo eyju 16. apríl í fyrra. Af þeim 304 sem fórust voru 250 nemendur í sama skóla sem voru að koma úr skólaferðalagi.

Und­ir­rétt­ur í borg­inni Gwangju sýknaði skip­stjór­ann, Lee Jun-Seok, af ákæru um morð í nóv­em­ber í fyrra og dæmdi hann sek­an um al­var­lega van­rækslu í starfi og dæmdi hann í 36 ára fang­elsi. Áfrýjunardómstóll dæmdi hann hins vegar sekan um morð og í lífstíðarfangelsi.

Sak­sókn­ar­ar kröfðust þess að Lee, sem er 69 ára að aldri, yrði tek­inn af lífi vegna þess að hann hafi yf­ir­gefið farþega ferj­unn­ar þrátt fyr­ir að hann hafi vitað að þeir myndu far­ast. Óábyrg hegðun hans hafi valdið dauða ungra náms­manna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert