Eitt ár liðið frá ferjuslysinu

Sorg, reiði og pólitísk spenna litar allt þjóðfélagið í Suður-Kóreu í dag en ár er liðið frá Sewol ferjuslysinu þar sem 304 létust. Flestir þeirra voru ungir námsmenn.

Forseti Suður-Kóreu, Park Geun-Hye, tilkynnti í minningu þeirra sem fórust að reynt verði að ná ferjunni upp eins fljótt og auðið er en talið er að það verði mjög erfitt og kostnaðarsamt því ferjan er 6.825 tonn að þyngd.

Park tilkynnti þetta þegar hann heimsótti eyjuna Jindo í dag en hún er skammt frá þeim stað þar sem ferjan fórst þann 16. apríl í fyrra.

Ættingjar þeirra sem fórust eru afar ósáttir við viðbrögð hins opinbera við slysinu og neituðu þeir að hitta forsetann að máli í dag. Eins hafa þeir ekki sent frá sér nein viðbrögð við yfirlýsingu hennar. 

Í borginni Ansan var ferjuslyssins minnst en í einum menntaskóla borgarinnar voru 250 nemendur meðal þeirra sem fórust með ferjunni. Þar er flaggað í hálfa stöng og gulir borðar í trjám og ljósastaurum. Íbúar borgarinnar minntust þeirra sem fórust með mínútu þögn og þrátt fyrir úrhelli tók gríðarlegur fjöldi þátt í minningarathöfn í Ansan í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert