Rússar finni fyrir þvingunum

Viðskiptaþvinganir beinast meðal annars gegn bönkum sem hafa tengsl við …
Viðskiptaþvinganir beinast meðal annars gegn bönkum sem hafa tengsl við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. AFP

Viðskiptaþvinganir í garð Rússa eru þegar farnar að taka mikinn toll og hafa umtalsverð áhrif á rússneskan efnahag. Enginn hagvöxtur er í landinu og ef Rússar halda áfram að styðja aðgerðir aðskilnaðarsinna í Rússlandi mun verða gripið til frekari viðskiptaþvingana.

Þetta kemur fram í máli Daniel Glasers aðstoðarritara ríkissjóðs Bandaríkjanna.

Að sögn Glasers hefur mikill fjármagnsflótti verið frá Rússlandi síðan viðskiptaþvinganir  gegn landinu hófust. Þá hafi hlutabréfamarkaður fallið um 13% og Seðlabanki Rússlands hafi varið um 50 milljörðum rúblna til að styðja við gengið. Eins hafi Rossiya bank, einn af af þeim bönkum sem þvinganirnar beinast gegn, misst því sem nemur milljarði bandaríkjadala af innistæðum frá því í mars auk þess að hafa nauðugur þurft að selja ríkisskuldabréf fyrir því sem nemur hálfum milljarði bandaríkjadala til að hafa haldbært lausafé.

Þá sagði Glaser að Bandaríkjamönnum væri nauðbeygður sá kostur að grípa til frekari refsiaðgerða ef Rússar hætti ekki afskiptum sínum í Úkraínu.

AFP segir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert