Fjölbýlishús hrundi í Pyongyang

Talið er að hundruð hafi látist þegar fjölbýlishús hrundi í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Rík­is­frétta­stof­an KCNA hefur ekki gefið upp hversu margir létust en að 92 fjölskyldur hafi búið í fjölbýlishúsinu sem var á 23 hæðum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa beðist afsökunar á atvikinu.

Fjölbýlishúsið var í byggingu en ekki er óalgengt að fjölskyldur flytji inn í hálfkláraðar byggingar í Norður-Kóreu. KCNA greindi frá því að framkvæmdir hefðu verið hroðvirknislegar og byggingin því í slæmu ásigkomulagi þegar hún hrundi. Sökum þess að eftirlitsmenn brugðust hlutverki sínu báðu stjórnvöld ættingja hinna látnu afsökunar. Hefur KCNA eftir háttsettum embættismanni að Kim Jong Un hafi verið andvaka af áhyggjum vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert