Skutu í átt að s-kóresku herskipi

Atvikið átti sér stað á umdeildu hafsvæði. Myndin er úr …
Atvikið átti sér stað á umdeildu hafsvæði. Myndin er úr safni. AFP

Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja að Norður-Kóreumenn hafi skotið í áttina að suðurkóreskum herskipum sem voru á siglingu á umdeildu hafsvæði skammt frá eyjunni Yeopyeong. 

Fram kemur á vef BBC, að Suður-Kóreumenn hafi skotið þremur viðvörunarskotum í átt að þremur norðurkóreskum skipum sem sigldu um svæðið. Stjórnvöld í N-Kóreu sögðu í kjölfarið að þau myndu svara í sömu mynt. 

Árið 2010 létust fjórir í kjölfar árásar Norður-Kóreumanna á herskip í Yeonpyeong. 

Atvikið átti sér stað um kl. 18 í kvöld að staðartíma (kl. 9 að íslenskum tíma) að því er suðurkóreskir embættismenn segja. 

Skotin lentu skammt frá herskipinu sem var við eftirlit á svæðinu. Engar skemmdir urðu hins vegar á skipinu að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytis S-Kóreu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert