Poroshenko spáð sigri í Úkraínu

Petro Poroshenko ræðir við fjölmiðla í dag eftir að hafa …
Petro Poroshenko ræðir við fjölmiðla í dag eftir að hafa greitt atkvæði. AFP

Milljarðamæringurinn Petro Poroshenko verður sigurvegari fyrri umferðar forsetakosninganna í Úkraínu sem fram fara í dag ef útgönguspár ganga eftir en þær gera ráð fyrir að hann fái 56% atkvæða samkvæmt frétt AFP.

Fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, Júlía Tymoshenko, verður í öðru sæti samkvæmt útgönguspám, með tæplega 13%. Verði niðurstaðan sú að Poroshenko fái yfir helming atkvæða þarf ekki að kjósa á ný á milli tveggja efstu frambjóðenda. Búist er við að niðurstöður kosninganna liggi fyrir seint í kvöld eða í fyrramálið.

Haft er eftir Poroshenko að sigri hann í kosningunum ætli hann að leggja áherslu á að koma á friði innanlands og fyrsta verk hans verði að fara til austurhluta landsins þar sem átök hafa geisað á milli aðskilnaðarsinna og úkraínskra hermanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert